Börsungar meistarar eftir sigur á ná­grönnum sínum í Espanyol

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigrinum og titlinum fagnað.
Sigrinum og titlinum fagnað. EPA-EFE/Andreu Dalmau

Barcelona er spænskur meistari eftir 4-2 sigur á Espanyol. Því miður var ekkert stuðningsfólk Barcelona en stuðningsfólk þess mátti ekki mæta á Cornella de Llobregat-völlinn vegna áhorfendabanns.

Fyrir leikinn var ljóst að Barcelona yrði meistari færi svo að liðið myndi sigra leik kvöldsins. Á sama tíma er Espanyol í bullandi fallbaráttu og því var búist við að heimamenn myndu selja sig dýrt.

Það verður þó ekki hægt að segja að mótspyrna heimaliðsins hafi verið mikil en Börsungar brutu ísinn á 11. mínútu og voru 3-0 yfir í hálfleik. Robert Lewandowski skoraði fyrsta markið eftir sendingu Alejandro Balde.

Balde var svo á ferðinni níu mínútum síðar eftir sendingu frá Pedri og Lewandowski gerði í raun út um leikinn á 40. mínútu eftir sendingu frá Raphinha. 

Jules Koundé bætti við fjórða markinu eftir sendingu Frenkie De Jong í upphafi síðari hálfleiks og eftir það má segja að kæruleysið hafi tekið við hjá Börsungum.

Javi Puado minnkaði muninn í 4-1 og Joselu minnkaði muninn enn frekar í uppbótartíma. Nær komust heimamenn ekki og leiknum lauk með 4-2 sigri Espanyol.

Þegar 34 umferðir eru búnar, og fjórar eru eftir, er Barcelona orðið meistari með 85 stig en Real Madríd er í 2. sæti með 71 stig. Espanyol er í 19. sæti með 31 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira