Handbolti

„Lélegir feilar og skot sóknarlega sem fóru með okkur“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson á hliðarlínunni í kvöld.
Ásgeir Örn Hallgrímsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var eðlilega súr og svekktur eftir fjögurra marka tap hans manna gegn Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.

„Við byrjum bara að hökta all hressilega sóknarlega í seinni hálfleik og þeir fá mjög þægileg hraðaupphlaup sem hjálpa þeim bara mjög mikið og það var svona munurinn á þessu,“ sagði Ásgeir að leik loknum.

Varnarleikur Hauka gekk virkilega vel í fyrri hálfleik þar sem stórar skyttur heimamanna voru í strangri gæslu.

„Þeir eru bara með hörkulið sem við ætluðum að mæta á og við gerðum það að lunganu til. Mér fannst varnarleikurinn okkar hafa gengið vel heilt yfir en það voru bara lélegir feilar og skot sóknarlega sem fóru með okkur.“

Þá segir Ásgeir að hans menn séu hvergi af bakki dottnir og að liðið muni mæta klárt í næsta leik sem fram fer á mánudaginn á Ásvöllum.

„Við mætum bara trylltir í næsta leik, það er engin spurning um það,“ sagði stuttorður Ásgeir að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×