Sport

Stjarnan Ís­lands­meistari sjötta árið í röð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fagnaðarlætin voru gríðarleg.
Fagnaðarlætin voru gríðarleg. Fimleikasamband Íslands

Stjarnan varð Íslandsmeistari kvenna í hópfimleikum sjötta árið í röð eftir harða baráttu við Gerplu í gær, laugardag. Stjörnukonur áttu harma að hefna en Gerpla rauf sigurgöngu Stjörnunnar á bikarmótinu sem fram fór í mars.

Mót gærdagsins fór fram í Ásgarði, Garðabæ á laugardag. Þar voru sterkustu hópfimleikalið landsins mætt að sýna hvað í þeim býr. Alls voru fimm lið skráð til leiks í kvennaflokki og átti Stjarnan titil að verja eftir að hafa orðið Íslandsmeistari síðustu fimm ár. Bikarmeistarar Gerplu voru einnig mættar og ætluðu að velta ríkjandi meisturum af stalli.

Það gekk ekki en á endanum stóð Stjarnan uppi sem Íslandsmeistari. Munaði litlu á liðunum á gólfi og trampólíni. Stjarnan bar hins vegar af og dýnu og tryggði það liðinu sjötta titilinn í röð.

Alls fékk Stjarnan 52,750 stig á meðan Gerpla fékk 51 stig og Selfoss nældi í bronsið með 44,850 stig.

Bikarinn á loft.Fimleikasamband Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×