Erlent

Banna nauta­at með dverg­vöxnum nauta­bönum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Nokkrir sem enn stunduðu sportið mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Madríd í dag.
Nokkrir sem enn stunduðu sportið mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Madríd í dag. AP/A. Perez Meca

Spænska þingið hefur bannað nautaatsviðburði þar sem dvergvaxið fólk kljáist við reið nautin til að skemmta áhorfendum. Formaður félags fatlaðra þar í landi segir athæfið hafa verið orðið barn síns tíma.

Nautaat er vinsælt sport á Spáni. Þá hefur í gegnum árin verið sérviðburður þar sem fólk með dvergvöxt klæðir sig upp sem slökkviliðsmenn eða trúðar og elta nautin á almannafæri. Er þetta margra ára gömul hefð en stenst ekki alveg tímans tönn. 

„Gert grín var af fólki með dvergvöxt á almannafæri í landinu okkar, sem ýtir undir það að það sé í lagi að hlægja að einhverjum sem er öðruvísi. Það eru svo mörg börn sem fara með fullorðnum til að horfa á þessa skammarlegu viðburði,“ hefur The Guardian eftir Jesús Martín, formanni félags fatlaðra á Spáni. 

 Einhverjir af þeim örfáu með dvergvöxt sem enn stunduðu íþróttina mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Madríd í dag. 

„Þeir telja að verið sé að gera lítið úr fólki eða að það sé verið að hlægja að því en svo er ekki. Þau bera svo mikla virðingu fyrir okkur,“ segir Daniel Calderón, einn þeirra sem enn stundar íþróttina. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×