Sport

Magnús Ragnars­­son nýr for­­maður Tennis­sam­bandsins

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hjörtur Þór Grétarsson, fráfarandi formaður TSÍ, og Magnús Ragnarsson, nýr formaður sambandsins.
Hjörtur Þór Grétarsson, fráfarandi formaður TSÍ, og Magnús Ragnarsson, nýr formaður sambandsins. Tennishöllin

Magnús Ragnarsson, leikari og framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, er nýr formaður Tennissambands Íslands.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Tennishallarinnar. Hjörtur Þór Grétarsson, fráfarandi formaður sambandsins, fær þar þakkir fyrir formannsstörf sín síðastliðin sex ár og er Magnús boðinn velkominn í starfið.

Á ummælaþræðinum við færslunni hafa ýmsir óskað Magnúsi til hamingju og þakkað Hirti fyrir hans störf. Þar á meðal þjálfarar í Tennishöllinni á borð við Luis Carillo Rueda, Patrícia Šíšo Husáková og Milan DK.

Ört vaxandi íþrótt

Tennissamband Íslands er rúmlega 35 ára gamalt félag en það var stofnað 14. nóvember árið 1987. 

Á vef sambandsins er stiklað á stóru um sögu tennisíþróttarinnar á Íslandi. Þar segir að þrátt fyrir að tennis hafi verið leikinn á fyrri hluta síðustu aldar hafi ekki komist skrið á skipulagða iðkun fyrr en á áttunda áratugnum þegar íþróttahús landsins höfðu náð nægjanlegri stærð. 

Með stofnun Tennissambandsins var settur aukinn kraftur í tennisiðkun sem fór síðan á fullt þegar Tennishöllin í Kópavogi var stofnuð árið 1995. Þá varð tennis að heilsárs íþróttagrein fyrir almenning og afreksfólk.


Tengdar fréttir

Hin tólf ára Ga­rima Ís­lands­meistari í tennis

Rafn Kumar Bonifacius og Garima Nitinkumar Kalugade urðu um helgina Íslandsmeistarar í tennis utanhúss. Garima er aðeins 12 ára gömul og er talin eitt mesta efni sem upp hefur komið á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×