Erlent

Lög­regla rann­sakar gull­rán á flug­velli í Kanada

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gullinu var stolið úr farangursgeymslu á Pearson-alþjóðaflugvellinum í Toronto.
Gullinu var stolið úr farangursgeymslu á Pearson-alþjóðaflugvellinum í Toronto. Getty/SOPA Images/LightRocket/Katherine Cheng

Lögregluyfirvöld í Kanada hafa nú til rannsóknar gullþjófnað á Pearson-alþjóðaflugvellinum í Toronto. Samkvæmt erlendum miðlum hvarf gull og önnur verðmæti að andvirði 15 milljóna Bandaríkjadala á vellinum síðasta mánudag.

Pearson-alþjóðaflugvöllurinn er oft notaður til að flytja gull frá námum í Ontario. 

Umræddur geymslukassi, sem er sagður hafa verið um hálfur rúmmetri að stærð, var fluttur á völlinn um kvöldið og settur í farangursgeymslu á vellinum. Lögregla telur að þar hafi honum verið stolið.

Um er að ræða einn mesta þjófnað í sögu Kanada en meiri verðmætum var stolið þegar 3.000 tonnum af hlynsírópi var stolið úr birgðageymslum í Quebec árin 2011 og 2012. Sírópið var metið á 17,7 milljónir Bandaríkjadala.

Lögregla segir um einangrað tilvik að ræða og fátítt. Allra leiða sé leitað til að endurheimta þýfið.

Yfirvöld hafa hins vegar neitað að svara spurningum um hvaðan gullið kom, hvert það var að fara og hvaða flugfélag átti að flytja það. Samkvæmt Toronto Sun telur lögregla að ránið hafi mögulega verið framið af skipulögðum glæpahópum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×