Lífið

Horuð pítusósa að hætti Röggu nagla

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ragga nagli deilir reglulega ýmsum fróðleik og uppskriftum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.
Ragga nagli deilir reglulega ýmsum fróðleik og uppskriftum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm/@ragganagli

Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, deilir uppskrift að horaðri pítusósu, með fylgjendum sínum á Instagram.

Uppskriftin er líkt og orðið gefur til kynna fituminni en hin hefðbundna pítusósa sem fæst í verslunum. Uppistaðan í uppskriftinni er létt majónes.

Ragga er þekkt fyrir að deila heilbrigðum lífsstíl og heilræðum með fylgjendum sínum.

„Horuð pítusósa sem tryllir öll skilningarvit“

Uppskrift

3 msk. létt majónes

1,5 tsk. Herbs de Provence krydd

1 tsk. óreganó

Dass af Aromat og hvítlauksdufti

Aðferð

„Hræra eins og vindurinn.“


Tengdar fréttir

Sykurlausir kanilsnúðar Röggu Nagla

Eru ekki allir komnir með ógeð af bananabrauði? Upp í kok af því að vökva súrdeigið í ísskápnum? Hvernig væri þá að skella í sykurlausa kanilsnúða sem eru margfalt betri en dísæta bakarísstöffið.

Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl

Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×