Innlent

Tindur fékk lifra­r­pylsu sem þakk­lætis­vott eftir níu ára þjónustu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tindur fær hér lifrarpylsu frá fyrrverandi samstarfsfélaga.
Tindur fær hér lifrarpylsu frá fyrrverandi samstarfsfélaga. Lögreglan á Vestfjörðum

Fíkniefnaleitarhundurinn Tindur hefur lokið þjónustu sinni hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Þar hefur hann verið í níu ár en sem þakklætisvott fékk hann frá samstarfsfólki sínu lifrarpylsu. 

Tindur hefur verið í þjónustu lögreglunnar í níu ár en hann er að verða ellefu ára gamall. Hans síðasti þjónustudagur var fyrir helgi og tekur nú hundurinn Buster við af honum. 

Tindur hefur verið dyggur starfskraftur í níu ár. Lögreglan á Vestfjörðum

Haldin var veisla til heiðurs honum á lögreglustöðinni á Ísafirði. Þar fékk hann lifrarpylsu sem þakklætisvott fyrir framúrskarandi þjónustu en lifrarpylsa er það besta sem hann fær. Hann hefur nú verið afhentur til umsjónarmanns síns og þjálfara, Þóris Guðmundssonar og fjölskyldu. 

Lögreglan á Vestfjörðum birti færslu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem Tindi er þakkað fyrir þjónustuna öll þessi ár. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×