Erlent

Humza Yousaf tekur við af Sturgeon

Bjarki Sigurðsson skrifar
Humza Yousaf er nýr leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og líklegast næsti forsætisráðherra Skotlands.
Humza Yousaf er nýr leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og líklegast næsti forsætisráðherra Skotlands. Getty/Jeff J Mitchell

Humza Yousaf mun taka við sem fyrsti ráðherra Skotlands af Nicola Sturgeon sem sagði af sér fyrir rúmum mánuði síðan. Atkvæðagreiðsla um skipun hans fer fram á þinginu á morgun. 

Tveggja vikna atkvæðagreiðslu meðal meðlima Skoska þjóðarflokksins (SNP) lauk í dag. Þar var arftaki Nicola Sturgeon, fráfarandi fyrsta ráðherra Skotlands valinn. 

Sturgeon sagði af sér um miðjan febrúar mánuð eftir að hafa gegnt stöðunni í níu ár. Sagði hún á blaðamannafundi þegar afsögnin var tilkynnt að afsögnin væri niðurstaða langra vangaveltna um stöðu hennar. 

Það voru heilbrigðisráðherra, Humza Yousaf, og fjármálaráðherra landsins, Kate Forbes, sem þóttu sigurstranglegust í kosningu flokksins. 

Yousaf sigraði kosninguna með 52 prósentum atkvæða gegn 48 prósentum Forbes. Þingið mun svo greiða atkvæði á morgun um hvort hann verði næsti forsætisráðherra eða ekki. Í fyrstu ræðu sinni eftir að niðurstöðurnar voru kynntar sagði Yousaf að hann vildi gera Skotland að sjálfstæðu ríki. 

„Ég var ákveðinn þá, líkt og ég er núna að sem fjórtándi leiðtogi þessa frábæra flokks, munum við færa Skotum sjálfstæði. Saman sem ein liðsheild!“ sagði Yousaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×