Sport

912 vikur síðan Nadal var síðast ekki meðal tíu bestu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Nadal hefur verið talsvert meiddur undanfarin ár enda aldurinn farinn að segja til sín.
Rafael Nadal hefur verið talsvert meiddur undanfarin ár enda aldurinn farinn að segja til sín. Getty/Joe Toth

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal glímir við meiðsli og er að detta út af topp tíu á heimslistanum í tennis.

Það er sögulegt því hinn 36 ára gamli Nadal hefur verið meðal þeirra tíu bestu i heimi í næstum því átján ár.

Nadal komst inn á topp tíu listann 25. apríl 2005 og hefur verið þar síðan.

Nadal er í níunda sæti á nýjasta listanum en hann gaf það út að hann missi af Indian Wells mótinu vegna meiðsla.

Tennisblaðamaðurinn José Morgado segir frá því á Twitter að þetta þýði að Spánverjinn detti út af topp tíu seinna í þessum mánuði eftir að hafa verið í 912 vikur meðal þeirra bestu í heimi.

Nadal datt út í fyrstu umferð á Opna ástralska risamótinu og í framhaldinu kom það í ljós að hann glímdi við meiðsli á mjöðm. Hann hefur ekki spilað síðan.

Það er ekki ljóst hversu lengi Nadal verður frá keppni en hann hefur sjálfur talað um að koma til baka í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×