Innlent

Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Um er að ræða bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð.
Um er að ræða bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð. Orkan

Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni.

Vitnað er í reglugerðar um skipulag og störf stjórnar samhæfingar- og stjórnstöðvar og viðbragðsaðila almannavarna, nr. 100/2009, þar eru eftirtaldir skilgreindir sem viðbragðsaðilar:.

  • 1. Lögreglan
  • 2. Landhelgisgæsla Íslands
  • 3. Heilbrigðisstarfsmenn
  • 4. Slökkvilið
  • 5. Neyðarlínan
  • 6. Rauði kross Íslands
  • 7. Flugstoðir
  • 8. Slysavarnafélagið Landsbjörg

Eingöngu þessum aðilum er heimilt að taka eldsneyti á Orkunni í Skógarhlíð. Því til stuðnings er bent á 2. mgr. 18. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008.

„Lang flestar dælur eru opnar hjá Orkunni og biðlum við því til almennings um að virða lög og reglur er varða almannavarnir og taka eldsneyti á öðrum Orkustöðvum. Orkan hvetur viðskiptavini til að fygjast með á orkan.is/verkfall ef þörf er á að fylla tankinn,“ segir í tilkynningu.

Fréttin er í vinnslu.


Tengdar fréttir

Segir raun­veru­legan mögu­leika á að opna þurfi fjölda­hjálpar­stöðvar

Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið.

Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað?

Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×