Sport

Missti vatnið að morgni leikdags um Ofurskálina

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stórir viðburðir á dagskrá Mecole Hardman Jr. í dag.
Stórir viðburðir á dagskrá Mecole Hardman Jr. í dag. vísir/Getty

Stækkandi fjölskylda ameríska ruðningskappans Mecole Hardman Jr. hefur í nógu að snúast í dag.

Mecole Hardman Jr. leikur fyrir Kansas City Chiefs sem á fyrir höndum úrslitaleikinn í amerískum fótbolta í kvöld þar sem keppt verður um hina einu sönnu Ofurskál (e. Superbowl).

Chariah Gordon, kærasta kappans, ber barn þeirra undir belti og eins og Hardman sjálfur sagði frá á Twitter reikningi sínum virðist fæðingin vera á allra næsta leyti.

Hardman mun ekki taka þátt í leiknum vegna meiðsla en verður líklega með sjónvarpið í gangi á fæðingardeildinni.

Leikurinn um Ofurskálina hefst klukkan 23:30 og hefst upphitun Stöðvar 2 Sport klukkan 21:00

NFL

Tengdar fréttir

Dagskráin í dag: Ofurskálinni lyft í nótt

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sport í dag og í nótt en þar ber klárlega hæst að leikurinn um Ofurskálina verður í kvöld. 

Goedert: Súrrealísk tilhugsun að spila í Super Bowl

Innherjinn öflugi Dallas Goedert hjá Philadelphia Eagles segir að hann hafi dreymt um það í langan tíma að fá að spila í Super Bowl. Það sé nú súrrealísk upplifun að nú sé stóra stundin að renna upp - eitthvað sem hann hafði áður aðeins upplifað í gegnum Madden-tölvuleikinn.

Maho­mes valinn sá mikil­vægasti með miklum yfir­burðum

Patrick Mahomes var í gær útnefndur mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili en framundan er stórleikur hjá honum á sunnudagskvöldið þegar hann spilar með liði sínu Kansas City Chiefs í sjálfum Super Bowl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×