Erlent

Skutu niður „óþekktan hlut“ yfir Kanada

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Það var bandarísk þota að gerðinni F-22 sem skaut hlutinn niður.
Það var bandarísk þota að gerðinni F-22 sem skaut hlutinn niður. Getty

Óþekktur hlutur var skotinn niður í kanadískri lofthelgi nú í kvöld. Vika er liðin frá því að Bandaríkjaher skaut niður loftbelg sem þeir töldu vera kínverskan njósnabelg.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, greindi frá því á Twitter að umræddur hlutur hafi verið skotinn niður yfir Yukon-héraði í norðvestur hluta landsins. 

Bæði kanadískar og bandarískar herþotur voru kallaðar til að elta hlutinn. Trudeau segir að hluturinn hafi verið skotinn niður af bandarískri þotu af gerðinni F-22. Hann hefur rætt við Joe Biden Bandaríkjaforseta um málið. 

 Ekki liggur fyrir hvort umræddur hlutur tengist á nokkurn hátt njósnabelgnum sem greint var frá fyrir viku síðan. Í gær var einnig greint frá því að bandarísk yfirvöld hafi skotið niður óþekktan hlut í um fjörutíu þúsund feta hæð yfir Alaska.

„Kanadísk yfirvöld munu nú finna hlutinn aftur og rannsaka flakið,” skrifar Trudeau á Twitter.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×