Innlent

Bráðamóttaka á Selfossi á neyðarstigi vegna manneklu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm

Bráðamóttaka á Selfossi verður á neyðarstigi um helgina vegna alvarlegrar manneklu. 

Jóhann Már Andersen, yfirlæknir á bráðamóttökunni á Selfossi greinir frá þessu á Facebook.

„Alvarlegum veikindum og slysum verður áfram sinnt. Hjúkrunarfræðingar verða við vinnu og meta veikindi þeirra sem til okkar leita, en læknisþjónusta verður skert,“ segir í færslu Jóhanns og bendir hann einnig á síma Læknavaktarinnar. 

Færsla Jóhanns. skjáskot

Erfiðlega hefur gengið að manna læknavaktir og biðtími á bráðamóttökunni hefur því lengst töluvert. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa sumir staðið vaktina í fleiri klukkutíma og bráðvantar fleiri lækna á vaktina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×