Lífið

Desertinn líka góður í morgunmat

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lukka er algjör snillingur í eldhúsinu. 
Lukka er algjör snillingur í eldhúsinu. 

Sumt sælgæti og sumir desertar eru svo hollir að þeir geta í raun verið morgunmatur.

Eftir allt sykurátið um hátíðirnar er gott að skoða aðeins hvað hægt er að borða fyrir sælkerann án þess að fara í sykur rússíbana og óhollustu.

Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari, einkaþjálfari og frumkvöðull sýnir okkur hvernig við getum búið okkur til hollt sælgæti sem er ótrúlega bragðgott og um leið svo fullt af hollustu að það má borða það sem máltíð hvort sem er á morgnana eða seinna um daginn.

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk uppskriftir hjá Lukku að súkkulaði og einnig eftirrétti sem eru hvoru tveggja lygilega gott.

„Það er allt í lagi að leyfa sér smá yfir hátíðirnar en svo þurfum við að komast aftur á beinu brautina. Það er ekkert svo erfitt, við þurfum bara að hafa eitthvað til að grípa í þegar löngunin kemur,“ segir Lukka og heldur áfram.

„Við þurfum að búa okkur eitthvað til sem hægt er að grípa í án þess að við förum í þennan sykur rússíbana sem maður fer oft í, þessar blóðsykursveiflur. Ég bý til dæmis til neyðarsúkkulaði sem ég á alltaf inni í frysti og það er eiginlega bara búið til úr hollustu og þessi hráefni sem ég nota í súkkulaðið eru líka vel til þess fallin að veita okkur þessa seddutilfinningu,“ segir Lukka sem fer í gegnum það í innslaginu hér að neðan hvernig hún reiðir fram umrætt súkkulaði sem einnig er hægt að borða í morgunmat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×