Erlent

Þjóð­garðs­verðir fá leyfi til að skjóta á úlfa með málningar­kúlum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Talsmaður yfirvalda á svæðinu segir einn úlf hafa virst sérstaklega áhugasaman um mannfólk og virst leita það uppi.
Talsmaður yfirvalda á svæðinu segir einn úlf hafa virst sérstaklega áhugasaman um mannfólk og virst leita það uppi.

Þjóðgarðsverðir í Arnheim í Hollandi hafa fengið heimild til að skjóta á úlfa með málningarkúlum (e. paint ball) í þeim tilgangi að gera dýrin fráhverf mannfólkinu. Úlfar í Hoge Veluwe-þjóðgarðinum eru sagðir orðnir hættulega óhræddir við fólk, þannig að mönnum gæti stafað ógn af þeim.

Hugsunin á bakvið það að nota málningarkúlur er sú að verðirnir muni geta séð hvað þeir hittu. 

Á myndskeiði sem náðist í fyrrnefndum garði má sjá stóran úlf nálgast fjölskyldu með ungt barn. Yfirvöld vonast til þess að „árásir“ þjóðgarðsvarða, það er að segja sársaukinn við að fá málningarkúluna í sig, muni leiða til þess að úlfarnir forðist að fara nær mannfólkinu en sem nemur 30 metrum.

Náttúruverndarsamtökin Faunabescherming hafa sakað starfsmenn þjóðgarða um að gefa úlfunum að éta gagngert til að gera þá gæfa, þar sem þjóðgarðsverðir hafa heimild til að fella þau dýr sem geta flokkast „til vandræða“.

Hvernig sem á það er litið getur vandamálið hins vegar varla talist stórt þar sem aðeins 20 fullorðnir úlfar eru taldir eiga heimkynni í Hollandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×