Lífið

Ítalskur Versace marmari út um allt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala Matt leit við hjá Steinþóri á Hótel Keflavík.
Vala Matt leit við hjá Steinþóri á Hótel Keflavík.

Í Keflavík leynist fimm stjörnu hótelið Hótel Keflavík þar sem ítalskar marmaraflísar og einstök ítölsk Versace hönnun er að finna um allt hótelið.

Á hótelinu er lýsing með sterkum litum notuð á herbergjum til að fá mismunandi upplifun. Steinþór Jónsson og Hildur Sigurðardóttir eru að þróa útlit hótelsins í upplifunarstíl á einstakan hátt. Vala Matt leið við á Hótel Keflavík á dögunum og fengu áhorfendur Íslands í dag að sjá afraksturinn í þætti gærkvöldsins en Steinþór hefur rekið hótelið í 36 ár.

„Það gerðist á síðustu sex til sjö árum að við byrjuðum að vinna með þetta ítalska efni eins og Versace,“ segir Steinþór en á hótelinu er Versace, lampar, rúmföt, stólar, flísar og marmari.

„Í okkar fimm diamonds svítum hefur hvert herbergi sitt þema. Þannig getur maður skapað nýtt umhverfi en allir sem koma inn á svíturnar gera sig grein fyrir því að þeir séu enn staddir á hótelinu,“ segir Steinþór en hér að neðan má sjá innslagið um hótelið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×