Fótbolti

FIFA leyfði ekki keppnistreyju Portúgal

Atli Arason skrifar
Ronaldo í nýju, uppfærðu, keppnistreyju Portúgals í leiknum gegn Spán í Þjóðadeildinni.
Ronaldo í nýju, uppfærðu, keppnistreyju Portúgals í leiknum gegn Spán í Þjóðadeildinni. Getty Images

Alþjóðlega knattspyrnusambandið FIFA, lét portúgalska knattspyrnusambandið vita að fyrirhuguð keppnistreyja þeirra fyrir HM 2022 væri ólögleg.

Treyjan átti fyrst að vera kynnt til leiks þegar Portúgal mætti Spán í Þjóðadeildinni þann 27. september síðastliðinn. Treyjan var hönnuð af Nike þar sem rauðu og grænu litir portúgalska fánans mætast þvert yfir treyjuna, sem gerir að verkum að langerma treyjur liðsins bera sitthvora litina en það er ekki löglegt samkvæmt reglugerð FIFA og UEFA um keppnistreyjur og því þurfti Portúgal að breyta.

„Fram og bakhlið keppnistreyju verða að hafa sama ríkjandi lit, sem og ermar keppnistreyjurnar,“ segir í reglugerð númer 13.2.1 í lagabók FIFA.

Stutterma treyjur Portúgals mega því áfram vera tvískiptar þar sem báðar ermar eru að mestu leyti rauðar en breyta þurfti hönnun langermatreyjurnar þar sem þær báru sitthvoran lit.

Upprunanleg hönnun treyjurnnar til vinstri og endanleg hönnun til hægri.footyheadlines



Fleiri fréttir

Sjá meira


×