Lífið

„Mér finnst vanta svona alvöru dívu borgara“

Elísabet Hanna skrifar
Eyþór Ingi nýtti hæfileikana og þóttist vera Páll Óskar.
Eyþór Ingi nýtti hæfileikana og þóttist vera Páll Óskar. Instagram/Vísir

Útvarpsmaðurinn Gústi B plataði söngvarann Eyþór Inga til þess að taka símahrekk sem tónlistarmaðurinn Páll Óskar. Líkt og þekkt er hefur Eyþór einstakt lag á eftirhermum og nýtti hæfileikann í símtalinu.

Í hrekknum hringdi hann í Hamborgarafabrikkuna að panta borð og furða sig á því hvers vegna það væri ekki til hamborgari undir sínu nafni.

„Finnst þér ekki vanta Pál Óskar? Mér finnst vanta svona alvöru dívu borgara. Ekki Svölu borgara, meira svona Pál Óskar borgara. Geturðu búið til bara Pál Óskar borgara, sem væri með svona pallíettu fána og pallíettu skrauti, bara glimmer all the way?“ Spurði hann starfsmanninn.

Starfsmaður Hamborgarafabrikkunnar lét þó ekki blekkjast og sagðist þurfa að ræða málið við Pál Óskar sjálfan.

Klippuna má heyra hér að neðan:

Klippa: Eyþór Ingi tekur símahrekk sem Páll Óskar

Hér má heyra þáttinn í heild sinni.


Tengdar fréttir

Hefði fyrirgefið Ásdísi Rán að sofa hjá Bruce Willis

Árið 2010 var Ásdís Rán á forsíðu Playboy í Búlgaríu og segist hún hafa lent í ótrúlegum hlutum í kjölfarið eins og þegar frægir Hollywood leikarar voru að reyna við hana og að vera boðið í partý í Playboy Mansioninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×