Fótbolti

Arsenal lík­legast til að vinna Evrópu­deildina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gabriel Jesus og félagar eru til alls líklegir í Evrópudeildinni.
Gabriel Jesus og félagar eru til alls líklegir í Evrópudeildinni. EPA-EFE/ANDY RAIN

Evrópudeildin í knattspyrnu hefst í kvöld með pompi og prakt. Tölfræðiveitan Gracenote hefur tekið saman hvaða lið er líklegast til að vinna keppnina í ár. Efstu tvö liðin koma frá Englandi.

Skytturnar frá Lundúnum hafa byrjað tímabilið vel þó svo að liðið hafi tapað gegn Manchester United. Það eru liðin tvö sem Gracenote spáir hvað bestu gengi í keppninni.

Arsenal er talið eiga 12 prósent líkur á að vinna eins og staðan er í dag á meðan það eru níu prósent líkur að Man United vinni keppnina. Líkurnar breytast umferð frá umferð þar sem enn er óvíst hvaða lið falla úr Meistaradeild Evrópu og niður í Evrópudeildina.

Real Betis á svo fimm prósent líkur og lærisveinar José Mourinho í Roma eiga fjögur prósent líkur en liðið vann Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð.

Evrópudeildin hefst í dag og verður fjöldi leikja sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Þar ber helst að nefna leik Man United og Real Sociedad. Hér að neðan má sjá dagskrá kvöldsins í Evrópudeildinni.

16.35 Malmö-Braga, Stöð 2 Sport 2

16.35 Ludogorets-Roma, Stöð 2 Sport 3

18.50 Manchester United-Real Sociedad, Stöð 2 Sport 2

18.50 Lazio-Feyenoord, Stöð 2 Sport 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×