Innlent

Þyrla Land­helgis­gæslunnar sótti far­þega af skemmti­ferða­skipi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Tilkynnt var um slasaðan mann á skemmtiferðaskipi.
Tilkynnt var um slasaðan mann á skemmtiferðaskipi. Vísir/Vilhelm

Farþegi á skemmtiferðaskipi var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar grunnt undan Vestfjörðum í kvöld. Mun farþeginn hafa verið slasaður.

Hinn slasaði var hífður frá borði og fluttur á Borgarspítalann þar sem þyrlan lenti klukkan tíu í kvöld.

Þetta var annað útkall þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag en hún sótti keppanda í Laugavegshlaupinu sem hafði orðið slappur. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×