Fótbolti

Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið

Árni Jóhansson skrifar
Elísa var svekkt eins og flestar með úrslitin.
Elísa var svekkt eins og flestar með úrslitin. vísir/Vilhelm Gunnarsson

Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 

„Vonbrigði að hafa ekki tekið öll þrjú stigin. Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið. Það gekk ekki upp í dag. Við hefðum þurft að halda boltanum betur og búa okkur til betri sóknarstöður en baráttan var góð hjá okkur í dag. “

Aðspurð um byrjun íslenska liðsins var Elísa mjög ánægð en því miður þá hefði þurft að halda markinu hreinu.

„Já það var yljaði manni vel að skora snemma. Við lögðum upp með það að koma sterkar inn í leikinn í dag en þær voru brotnar eftir leikinn við Frakka. Við hefðum þurft að taka boltann meira niður á jörðina en því miður þá náðum við ekki að halda markinu hreinu í dag.“

Það hefði verið gott að leiða með meiru en einu marki í hálfleik en Elísa fannst varnarleikurinn vera góður í dag.

„Algjörlega og persónulega leið mér vel allan leikinn og mér fannst við stýra leiknum vel varnarlega. Þær komu sér bara í hálffæri en breyttu leikkerfinu í hálfleik og fóru að herja meira á okkur. Svona er þetta stundum.“

Elísa kom inn í byrjunarliðið fyrir Sif Atla í dag og fannst heiður að fá að spila leikinn en hefði frekar viljað sigurinn.

„Góð tilfinning að koma inn í liðið í dag. Stelpurnar áttu náttúrlegag góða frammistöðu í fyrri leiknum og ég er alltaf klár og gaman að fá að taka þátt í þessu og mikill heiður. Bara gaman að þessu en ég hefði frekar valið þrjú stig heldur en að spila leikinn.“

Staða íslenska liðsins er ekki eins góð og vonast hafði verið en örlög þess eru ekki lengur í höndum liðsins. 

„Nú er það bara þannig að við vonum að Frakkar vinni í kvöld og tökum sigur í næsta leik á móti Frökkum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×