Fótbolti

Laporta þakkar Lewandowski fyrir sitt framlag

Atli Arason skrifar
Joan Laporta, forseti Barcelona. 
Joan Laporta, forseti Barcelona.  Getty Images

Joan Laporta, forseti Barcelona, þakkaði Robert Lewandowski, framherja Bayern München, fyrir sitt framlag í að þrýsta á sölu hjá þýska liðinu svo hann gæti gengið til liðs við það spænska.

Laporta lét hafa þetta eftir sér þegar Barcelona var að kynna Andreas Christensen sem nýjasta leikmann liðsins á dögunum.

„Við höfum sent inn tilboð til Bayern í von um að fá Lewandowski og erum að bíða eftir svörum, vonandi fáum við jákvætt svar,“ sagði Laporta áður en hann bætti við. „Ég vil opinberlega þakka Lewandowksi fyrir það sem hann er að gera til að reyna að ganga til liðs við okkur.“

Lewandowski hefur verið iðinn við kolann í allt sumar að tjá sig í fjölmiðlum um hve mikið honum langar að yfirgefa Bayern München, og það strax.

Pólski markahrókurinn hefur skorað 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern München síðan hann kom til félagsins frá Dortmund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×