Erlent

Fjöldamorðinginn í Toronto í lífstíðarfangelsi

Kjartan Kjartansson skrifar
Sendiferðabílllinn sem morðinginn notaði til þess að fremja ódæðið í Toronto í apríl árið 2018.
Sendiferðabílllinn sem morðinginn notaði til þess að fremja ódæðið í Toronto í apríl árið 2018. Vísir/EPA

Karlmaður sem ók sendiferðabíl inn í mannþröng og drap ellefu manns í Toronto árið 2018 var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag. Hann getur þó óskað eftir reynslulausn eftir aldarfjórðung.

Tíu manns létust og sextán særðust þegar karlmaður á þrítugsaldri ók sendiferðabíl upp á gangstétt á fjölförnum vegi í Toronto fyrir rúmum fjórum árum. Kona sem særðist í atlögunni lést síðar af sárum sínum og taldi dómari í málinu hana ellefta fórnarlamb árásarmannsins.

Maðurinn var sakfelldur í fyrra en ákvörðun refsingar var frestað á meðan hæstiréttur Kanada tók afstöðu til þess hvort að það stæðist stjórnarskrá að meina honum um rétt til að óska eftir reynslulausn í mörg samfelld tímabil, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði árásarmaðurinn að hann hafi viljað refsa samfélaginu fyrir að hann væri skírlífur gegn vilja sínum. Hann tryði því að konur vildu ekki stunda kynlíf með honum. Fyrir dómi sagðist hann ekki sakhæfur.

Morðinginn hefur verið bendlaður við hreyfingu karlmanna sem kalla sjálfa sig „Incel“ sem stendur fyrir skírlífir gegn vilja sínum á ensku. Helsta einkenni hreyfingarinnar er mikil gremja og beiskja út í konur sem karlmennirnir telja að „skuldi“ sér kynlíf.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×