Erlent

Öflugasti felli­bylur til að ná landi í maí­mánuði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Varað hefur verið við miklu vatnsveðri samfara rokinu. Myndin er tekin í bænum Tehuantepec í gær.
Varað hefur verið við miklu vatnsveðri samfara rokinu. Myndin er tekin í bænum Tehuantepec í gær. EPA

Fellibylurinn Agatha komst á spjöld sögunnar í gærkvöldi sem öflugasti fellibylur sem nokkurn tímann hefur náð landi í maímánuði, að sögn fellibyljamiðstöðvar Kyrrahafsins.

Óveðrið skall á strjálbýlu svæði í Oaxaca í suðurhluta Mexíkó en fljótt dró úr krafti þess.

Agatha var þannig annars stigs fellibylur þegar hún náði ströndum Mexíkó og hefur það aldrei gerst svo snemma á árinu áður.

Varað er við miklu vatnsveðri samfara rokinu, sem mældist 165 kílómetrar á klukkustund þegar mest var.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×