Fótbolti

Leicester snéri taflinu við og tryggði sér sæti í undanúrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leicester er á leið í undanúrslit Sambandsdeildarinnar.
Leicester er á leið í undanúrslit Sambandsdeildarinnar. ANP via Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester er komið í undanúrslit Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-2 sigur gegn PSV Eindhoven í kvöld.

Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli og það voru heimamenn í PSV sem voru . fyrri til að brjóta ísinn. Þar var á ferðinni Eran Zahavi á 27. mínútu eftir stoðsendingu frá Mario Götze og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Gestirnir í Leicester sóttu stíft í síðari hálfleik og það skilaði sér loksins á 77. mínútu þegar James Maddison jafnaði metin fyrir liðið eftir góðan undirbúning frá Ayoze Perez.

Sigurmarkið skoraði svo Ricardo Pereira á 88. mínútu þegar hann fylgdi skoti Patson Daka eftir og tryggði Leicester 1-2 sigur.

Leicester er því fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar þar sem liðið mætir annað hvort Roma eða Alfons Sampsted og félögum hans í Bodø/Glimt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×