Fótbolti

Hákon Arnar skoraði er FCK tapaði í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson skoraði eina mark FCK í dag.
Hákon Arnar Haraldsson skoraði eina mark FCK í dag. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images

Stefán Teitur Þórðarsson og félagar hans í Silkeborg unnu góðan 3-1 sigur gegn toppliði FCK í Íslendingaslag dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Hákon Arnar Haraldsson skoraði eina mark gestanna.

Stefán Teitur hóf leik á varamannabekknum, en kom inn á þegar um 25 mínútur voru til leiksloka. Nicolai Vallys hafði þá komið Silkeborg í forystu skömmu áður.

Það var svo Nicklas Helenius sem kom heimamönnum í Silkeborg í 2-0 með marki á 74. mínútu áður en Hákon Arnar Haraldsson minnkaði muninn fyrir gestina með marki á lokamínútum leiksins.

Það var þó tími fyrir eitt mark í viðbót og á þriðju mínútu uppbótartíma skoraði Soren Tengstedt fyrir heimamenn og gulltryggði sigur Silkeborg.

Niðurstaðan varð því 3-1 sigur Silkeborg, en liðið situr nú í fimmta sæti með 37 stig eftir 25 leiki og á enn möguleika á að tryggja sér sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar. FCK trónir enn á toppi deildarinnar með 54 stig og liðið er öruggt með sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×