Enski boltinn

Fernandinho yfirgefur Man City | Guardiola vissi það ekki

Atli Arason skrifar
Fernandinho hefur unnið 11 stóra bikara á 9 árum hjá Manchester City.
Fernandinho hefur unnið 11 stóra bikara á 9 árum hjá Manchester City. Vísir/Getty

Fernandinho, fyrirliði Manchester City, mun yfirgefa félagið í sumar eftir níu ár hjá City.

Fernandinho tilkynnti þetta á fréttamannafundi núna í morgun þar sem hann sagðist ætla að fara heim til Brasilíu til þess að spila meiri fótbolta. Brassinn hefur einungis spilað 13 leiki í úrvalsdeildinni fyrir City á þessu tímabili en aðeins einn árið 2022. Samningur Fernandinho rennur út núna í sumar.

Fernandinho framlengdi samning sinn um eitt ár eftir síðasta tímabil en þá sagðist hann eiga ókláruð mál með félaginu. City fór þá alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu en tapaði fyrir Chelsea. Meistaradeildin er eini stóri bikarinn sem Fernandinho hefur ekki unnið með City.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, sat á öðrum fréttamannafundi seinna í dag fyrir leikinn gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni annað kvöld. Þegar Guardiola var spurður út í brottför Fernandinho af Simon Stone, fréttaritara hjá BBC, þá kom Guardiola af fjöllum.

„Simon þú ert að segja mér fréttir. Ég vissi þetta ekki,“ sagði Guardiola. Viðbrögð knattspyrnustjórans má sjá hér að neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×