Innlent

Gylfi leiðir Í-listann og Arna Lára er bæjar­stjóra­efni

Atli Ísleifsson skrifar
Gylfi Ólafsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Magnús Einar Magnússon, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.
Gylfi Ólafsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Magnús Einar Magnússon, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir. Aðsend

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, mun leiða lista Í-listans á Ísafirði vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí. Arna Lára Jónsdóttir, sem skipar fimmta sæti listans, er hins vegar bæjarstjóraefni listans.

Þetta kemur fram í tilkynningu en framboðslistinn var samþykktur einróma á félagsfundi sem haldinn var í gær.

„Á listanum er fólk sem hefur komið víða við í samfélaginu og er tilbúið að leggja sitt af mörkum við að gera Ísafjarðarbæ að samfélagi þar sem hugað er að velferð og tækifærum til framtíðar.

Að Í-listanum standa nú Samfylkingin, Vinstrihreyfingin - grænt framboð og Viðreisn auk óháðra. Í-listinn bauð fyrst fram árið 2006 og hefur átt fjóra bæjarfulltrúa á yfirstandandi kjörtímabili.

Listinn í heild

  • 1. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Ísafirði.
  • 2. Nanný Arna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Borea Adventures og bæjarfulltrúi. Ísafirði.
  • 3. Magnús Einar Magnússon, innkaupastjóri Skagans 3X á Ísafirði. Flateyri.
  • 4. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri hjá Skógræktinni, bóndi og frumkvöðull. Önundarfirði.
  • 5. Arna Lára Jónsdóttir, svæðisstjóri Eimskips á Vestfjörðum og bæjarfulltrúi. Ísafirði.
  • 6. Þorbjörn Halldór Jóhannesson, fyrrum bæjarverkstjóri Ísafjarðarbæjar og bóndi. Arnardal.
  • 7. Finney Rakel Árnadóttir, þjóð- og safnafræðingur og sérfræðingur hjá Byggðasafni Vestfjarða. Ísafirði.
  • 8. Guðmundur Ólafsson, sjávarútvegsfræðingur og fóðrari hjá Arctic Fish.
  • Þingeyri.
  • 9. Kristín Björk Jóhannsdóttir, grunnskólakennari. Þingeyri 10. Valur Richter húsasmíða- og pípulagnameistari. Ísafirði.
  • 11. Jónína Eyja Þórðardóttir, umsjónarmaður verslunar Lyfju. Önundarfirði.
  • 12. Einar Geir Jónasson, starfsmaður á leikskóla. Ísafirði.
  • 13. Þórir Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður og bæjarfulltrúi. Ísafirði.
  • 14. Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir, verkefnisstjóri í móttöku flóttafólks.
  • Ísafirði.
  • 15. Wojciech Wielgosz, framkvæmdastjóri Partex og bifvélavirki hjá Vegagerðinni.
  • 16. Inga María Guðmundsdóttir, athafnakona og eigandi Dressupgames.com.
  • Ísafirði.
  • 17. Halldóra Norðdahl, kaupmaður og frumkvöðull. Ísafirði.
  • 18. Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri. Ísafirði.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×