Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna munu hefja friðarviðræður á ný í vikunni en talið er að þrír úr nefnd Úkraínu hafi verið fórnarlömb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Rússar segjast ætla að meina fólki frá óvinveittum ríkjum aðgang inn í Rússland. Ísland gæti verið eitt þeirra ríkja.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við verðum einnig í beinni frá Alþingi með formanni Miðflokksins sem hefur áhyggjur af áhrifum stríðsins á matvælaöryggi hér á landi.

Einnig verður rætt við ríkislögreglustjóra um nýja skýrslu um heimilisofbeldi en samkvæmt henni hefur tilkynningum um það fjölgað um þriðjung á sjö árum. Þá verður farið yfir eftirmála Íslandsbankaútboðsins og rýnt í umtalaða Óskarsverðlaunahátíð.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×