Enski boltinn

Hafa frest til 11. apríl til að kaupa Chelsea

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Chelsea varð eitt stærsta íþróttafélag heims í eigendatíð Roman Abramovich.
Chelsea varð eitt stærsta íþróttafélag heims í eigendatíð Roman Abramovich. vísir/getty

Fjórir fjárfestahópar eru taldir hafa það sem til þarf til að ganga frá kaupum á enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea.

The Raine Group sér um söluna á félaginu og hefur nú gefið fjórum fjárfestahópum glugga til 11.apríl til að ganga frá kaupum á félaginu sem var sett á sölu í kjölfar þess að eignir fyrrum eiganda félagsins, Roman Abramovich, voru frystar vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Til að teljast hæfur til að kaupa Chelsea þarf meðal annars að búa yfir reynslu á uppbyggingu íþróttamannvirkja auk fjölda annarra skilyrða en fjölmargir fjárfestahópar hafa sýnt kaupum á félaginu áhuga.

Nú standa hins vegar aðeins fjórir hópar eftir og hafa þeir aðilar allir mikla reynslu af rekstri íþróttafélaga og þá helst í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Abramovich bannaður frá enskum fótbolta

Enska úrvalsdeildin gaf út tilkynningu rétt í þessu að deildin hafi bannað Abramovich frá frekari aðkomu að deildinni sem stjórnandi Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×