Lífið

Svart klósett og fjórar tegundir af flísum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sindri og Addú hafa nú tekið öll rýmin í íbúð sinni í gegn. 
Sindri og Addú hafa nú tekið öll rýmin í íbúð sinni í gegn. 

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fóru af stað með nýja þætti á Stöð 2 á árinu sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri.

Í síðasta þætti fóru þeir í Hlíðarnar heim til Arnþrúðar Sigurðardóttur, kölluð Addú, Sindra og dætur þeirra tvær. Verkefnið var að taka í gegn baðherbergið.

Þau hjónin keyptu eignina fyrir sex árum og hafa tekið margt í gegn á þeim tíma. Húsið var byggt árið 1944 og var komin tíma á baðherbergið.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá þeim hjónum en til að mynda er klósettið sjálft svart og fjórar mismunandi tegundir af flísum í rýminu. 

Klippa: Svart klósett og fjórar tegundir af flísum inni á nýju bað­her­bergi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×