Totten­ham upp fyrir Man Utd með sigri á West Ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tottenham vann góðan sigur á West Ham í dag.
Tottenham vann góðan sigur á West Ham í dag. Getty Images

Tottenham Hotspur er komið upp í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur á West Ham United.

Kattaníðingurinn Kurt Zouma skoraði sjálfsmark eftir fyrirgjöf Son Heung-Min strax á níundu mínútu leiksins. Stundarfjórðungi síðar var staðan orðin 2-0 þegar Son skoraði eftir undirbúning Harry Kane.

Said Benrahma minnkaði muninn fyrir gestina og staðan 2-1 í hálfleik. Í þeim síðari gerði West Ham hvað það gat til að jafna en allt kom fyrir ekki og þegar tvær mínútur voru til leiksloka gaf Kane aftur á Son sem skoraði.

Staðan orðin 3-1 og lauk leiknum þannig. Tottenham nú í 5. sæti með 51 stig, þremur stigum minna en Arsenal sem er í 4. sætinu með leik til góða en stigi meira en Manchester United sem er í 6. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira