Íslenski boltinn

Stjarnan í undanúrslit Lengjubikarsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Emil Atlason skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld.
Emil Atlason skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikarskarla í knattspyrnu með 2-0 sigri á ÍA. Liðið mætir FH í undanúrslitum.

Stjarnan og ÍA mættust í leik þar sem ljóst var að sigurvegarinn myndi fara í undanúrslit Lengjubikarsins. Stjarnan tók forystuna þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, hinn ungi Adolf Daði Birgisson með markið.

Segja má að Emil Atlason hafi svo gert út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar hann kom Stjörnunni í 2-0. Emil bætti svo við sínu öðru marki og þriðja marki Stjörnunnar á 76. mínútu leiksins og þar við sat, lokatölur 3-0.

Þar með er ljóst að Stjarnan er komin í undanúrslit þar sem FH bíður. Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta KR í hinum undanúrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×