Körfubolti

Tvö ný persónuleg stigamet í NBA í nótt

Atli Arason skrifar
Klay Thompson ásamt Stephen Curry.
Klay Thompson ásamt Stephen Curry. AP Photo

Það voru sjö leikir á dagskrá í NBA körfuboltanum í nótt og mikið um dýrðir. Klay Thompson fór á kostum gegn meisturunum í Milwaukee Bucks. Á sama tíma voru bæði Josh Hart og Jordcan Clarkson með stórleiki en þeir hafa aldrei skorað eins mikið af stigum og þeir gerðu í nótt fyrir sín lið.

Golden State Warriors 122 – 109 Milwaukee Bucks 

Eftir frábæra frammistöðu gegn Nuggets í síðustu umferð hafði Stephen Curry hægt um sig í þessum aðal leik næturnar þegar meistarar Bucks voru í heimsókn í Kaliforníu. Curry gerði aðeins 8 stig í nótt en þá steig Klay Thompson heldur betur upp og setti niður heil 38 stig í leiknum. Thompson hefur lítið spilað á tímabilinu vegna meiðsla en leikurinn í nótt var hans besti á tímabilinu til þessa. Giannis Antetokounmpo var stigahæsti leikmaður Bucks með 31 stig.

Portland Trail Blazers 127 – 118 Washington Wizards

Josh Hart átti sinn besta leik ferilsins þegar hann leiddi Trail Blazers til 11 stiga sigurs á Wizards í nótt. Hart gerði persónulegt stigamet þar sem hann setti niður 44 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

Utah Jazz 134 - 125 Sacramento Kings

Jordan Clarkson var óstöðvandi í liði Jazz í nótt. Clarkson kom af bekknum og gerði 45 stig sem er hans hæsta stigaskor í einum leik á ferlinum til þessa. De'Aaron Fox hélt Kings á lífi lengst af með sínum 41 stigum en það dugði ekki til.

Miami Heat 104 – 113 Minnesota Timberwolves 

30 stig af bekknum frá Tyler Herro dugði ekki til fyrir Heat á heimavelli gegn Timberwolves í nótt. Stigaskor Timberwolves dreifðist vel yfir liðið þeirra þar sem átta leikmenn fóru yfir tveggja stafa tölu í stigum og sá stigahæsti var Jaylen Nowell með 16.

Chicago Bulls 101 – 91 Cleveland Cavaliers

DeMar DeRozan spilaði rúmlega 40 mínútur í 10 stiga sigri á Cavaliers. DeRozan var stigahæsti leikmaður Bulls með 25 stig. Darius Garland dróg vagninn fyrir Cavaliers, einnig með 25 stig.

San Antonio Spurs 108 – 119 Indiana Pacers

Sigursælasti þjálfari deildarinnar, Gregg Popovich og lærisveinar hans í Spurs þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Pacers sem var búið að tapa þremur leikjum í röð fyrir þessa viðureign. Jock Landale kom af varamannabekk Spurs til að vera stigahæsti leikmaður vallarins með 26 stig.

Denver Nuggets 115 – 127 Toronto Raptors

33 stig frá Pascal Siakam lagði grunn að þriðja sigurleik Raptors í röð þegar Siakam og félagar unnu 12 stiga sigur á Denver Nuggets. Nikola Jokić var nálægt þrefaldri tvennu hjá Nuggets, Jokić gerði 26 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×