Enski boltinn

Tvenna Toney sökkti Burnley

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ivan Toney
Ivan Toney vísir/Getty

Christian Eriksen og Ivan Toney voru allt í öllu þegar Brentford lagði Burnley að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Um var að ræða mikilvægan leik í fallbaráttunni og þurftu gestirnir frá Burnley nauðsynlega á stigum að halda.

Leikurinn var markalaus allt þar til á 85.mínútu þegar Toney skoraði eftir undirbúning Eriksen.

Í kjölfarið færðu Burnley menn sig framar á völlinn og freistuðu þess að ná inn jöfnunarmarki.

Þess í stað komust heimamenn í skyndisókn þar sem Eriksen senti Toney í gegn. Nathan Collins, varnarmaður Burnley, braut á Toney og fékk að líta rauða spjaldið auk þess sem vítaspyrna var dæmd. Toney fór á vítapunktinn og skoraði af öryggi.

2-0 sigur Brentford staðreynd og er liðið nú komið með 30 stig, sjö stigum frá fallsvæðinu. Burnley áfram í fallsæti með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×