Fótbolti

Gummi Ben og Benzema fóru á kostum þegar Real vann PSG: Sjáðu og heyrðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karim Benzema fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Real Madrid í gær.
Karim Benzema fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Real Madrid í gær. Getty/John Berry

Real Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 3-1 endurkomusigur á Paris Saint Germain á Santiago Bernabeu í gærkvöldi.

Franski framherjinn Karim Benzema breytti örlögum beggja liða á sautján mínútna kafla þegar hann skoraði þrjú mörk og breytti stöðunni úr 0-1 í 3-1 með mörkum á 61., 76. og 78 mínútu.

Guðmundur Benediktsson lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 2 og fór líka á kostum eins og Benzema sem Gummi kallaði réttilega Markavél Madrídinga.

Það má sjá þessi þrjú mörk Frakkans þar á meðal hið umdeilda fyrsta mark þar sem PSG menn héldu því fram að Benzema hefði brotið á Gianluigi Donnarumma, markverði PSG.

Hin tvö mörkin skoraði hann með aðeins tveggja mínútna millibili og það voru fleiri hissa en Gummi Ben þegar hann skoraði nánast strax eftir að PSG byrjaði aftur með boltann.

Gummi Ben fór líka upp á háa C-ið eftir þriðja markið og þegar það gerist þá vitum við Íslendingar að það eru sögulegir atburðir að gerast inn á fótboltavellinum.

Það má horfa og heyra þá báða í stuði í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Mörk Benzema í lýsingu Gumma Ben



Fleiri fréttir

Sjá meira


×