Innlent

Vel yfir 14 milljónir safnast í neyðar­söfnun fyrir Úkraínu­búa

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Kristín S.Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Kristín S.Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi

Vel yfir 14 milljónir hafa safnast á fáeinum dögum í neyðarsöfnun Rauða krossins vegna átakanna í Úkraínu. Ákall er eftir sendifulltrúum til starfa á átakasvæðinu og þar í kring. 

Rauði krossinn á Íslandi hrinti af stað neyðarsöfnun í síðustu viku vegna átakanna í Úkraínu. Framkvæmdastjóri rauða krossins segir að íslenskur almenningur hafi brugðist vel við söfnuninni en vel yfir 14 milljónir hafa safnast á fáeinum dögum.

Fjármunirnir fara í það að styðja við Úkraínubúa á flótta.

„Ýmist eru þeir á flótta innan Úkraínu eða eru komnir yfir landamærin og það ríkir bara mjög mikil neyð hjá fólkinu. En það sem safnast í neyðarsöfnuninni verður nýtt til þess að veita mannúðaraðstoð og neyðarþjónustu og það þarf að tryggja aðgengi að mat, vatni og heilbrigðisþjónustu,“ sagði Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á að fara inn á heimasíðu Rauða krossins, rauðikrossinn.is.

Þá er ákall er eftir sendifulltrúum í allri hreyfingunni.

„Það er verið að senda fólk til nágrannaríkja Úkraínu og inn til Úkraínu til þess að aðstoða.“ 

Þannig að við munum senda einhverja héðan? 

„Já það eru sendifulltrúar á okkar listum sem munu bjóða sig fram og svo er fólk valið í störfin eins og henta þykir.“


Tengdar fréttir

Vaktin: Segja málaliða hafa reynt að ráða Selenskí af dögum

Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×