Enski boltinn

West Ham lagði Wolves

Atli Arason skrifar
Leikmenn West Ham fagna.
Leikmenn West Ham fagna. Getty Images

West Ham heldur Meistaradeildar vonum sínum á lífi með 1-0 sigri á heimavelli á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Afmælisbarnið Tomas Soucek skoraði eina mark leiksins á 59. mínútu leiksins eftir undirbúning frá Michail Antonio. Wolves var meira með boltann í leiknum en gestirnir náðu þó bara einu skoti á markramman.

West Ham far upp í 5. sæti með sigrinum en West Ham er núna með 45 stig, jafn mikið og Arsenal sem er í 6. sæti. Arsenal á þó þrjá leiki til góða á Hamrana.

Wolves er í 8. sæti með 40 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×