Körfubolti

Tryggvi í liði umferðarinnar hjá FIBA

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Óstöðvandi.
Óstöðvandi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Tryggvi Snær Hlinason átti stórkostlega frammistöðu þegar íslenska landsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Ítalíu í Hafnarfirði síðastliðið fimmtudagskvöld.

Tryggvi skoraði 34 stig, tók 21 frákast og varði fimm skot og setti framlagsmet í undankeppni HM.

Frammistaðan skilaði honum að sjálfsögðu í lið umferðarinnar þar sem hann er ásamt þeim Sasu Salin frá Finnlandi, Giorgi Shermadini og Thaddus McFadden frá Georgíu og Vladimir Mihailovic frá Svartfjallalandi.

Hægt er að kjósa um verðmætasta leikmann umferðarinnar á heimasíðu FIBA og hefur Tryggvi ansi góða stöðu í þeirri kosningu eins og er.

Tryggvi er nú mættur til Ítalíu ásamt íslenska landsliðinu sem mætir Ítölum aftur í kvöld og verður bein textalýsing frá leiknum á Vísi.


Tengdar fréttir

„Held að við höfum verið mjög pirrandi“

„Þetta er risastórt fyrir okkur,“ var það fyrsta sem Tryggvi Snær Hlinason sagði eftir stórkostlegan sigur Íslands gegn Ítalíu í undankeppni HM í körfubolta, í tvíframlengdum spennutrylli í Hafnarfirði í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×