Fótbolti

Liverpool og Chelsea berjast um deildarbikarinn

Atli Arason skrifar
City er ríkjandi deildarbikarmeistari
City er ríkjandi deildarbikarmeistari getty

Það verður nýtt nafn ritað á enska deildarbikarinn í dag þegar Liverpool og Chelsea munu mætast í úrslitaleiknum klukkan 16:30 í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun klukkan 16:00.

Manchester City hefur unnið deildar bikarinn síðustu fjögur ár.

Deildarbikarinn er fyrsti bikar tímabilsins á Englandi en Chelsea er nú þegar búið að vinna einn bikar á tímabilinu þegar þeir urðu heimsmeistarar félagsliða á dögunum.

Liverpool hefur slegið út Norwich, Preston, Leicester og Arsenal á leið sinni í úrslitaleikinn á meðan Chelsea þurfti að fara í gegnum Aston Villa, Southampton, Brentford og Tottenham.

Chelsea hefur unnið deildarbikarinn fimm sinnum. Chelsea vann árin 1965, 1998, 2005, 2007 og 2015.

Liverpool hefur unnið keppnina átta sinnum. 1981, 1982, 1983, 1984, 1995, 2001, 2003 og 2012.

Liðin tvö eru búinn að mætast tvisvar á þessu tímabili, í bæði skipti í deildinni. Báðum leikjum lauk með jafntefli, 1-1 á Anfield og 2-2 á Stamford Bridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×