Fótbolti

Norð­menn nær því að endur­heimta eina bestu knatt­spyrnu­konu heims

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ada Hegerberg hefur ekki spilað með norska landsliðinu í fjögur og hálft ár. Á sama tíma hefur unnið fjölda titla og skorað mikið af mörkum með Lyon.
Ada Hegerberg hefur ekki spilað með norska landsliðinu í fjögur og hálft ár. Á sama tíma hefur unnið fjölda titla og skorað mikið af mörkum með Lyon. Getty/Matthew Lewis

Ada Hegerberg er frábær knattspyrnukona enda ein sú besta í heimi. Þessi mikli markaskorari hefur samt ekki klætt sig í landsliðstreyjuna síðan árið 2017. Nú er von um að breyting verði á.

Hegerberg ákvað sjálf að hætta að gefa kost á sér í landsliðinu eftir Evrópumótið árið 2017. Hún var ósátt með stjórn knattspyrnusambandsins og að þeir hugsuðu ekki nógu vel um knattspyrnukonurnar.

Hegerberg hefur raðað inn mörkum í mörg ár með franska stórliðinu Lyon og er nú aftur komin inn á völlinn eftir krossbandsslit.

Landsliðsþjálfarinn er nú bjartsýnni á það að honum takist að sannfæra Hegerberg um að snúa aftur í landsliðið.

„Við erum farin að tala meira saman og eins og staðan er núna þá lítur út fyrir að það sé möguleiki á þessu. Það er okkar metnaður að gera það mögulegt. Við erum samt ekki komin þangað aftur,“ sagði Martin Sjögren við TT.

Sjögren vonast til þess að sjá hina 26 ára gömlu Herderberg spila á EM næsta sumar.

„Svona stórt púls yrði náttúrulega mjög mikilvægt fyrir okkar lið á Evrópumótinu. Hún kæmi þá vonandi með þennan X-faktor enda einn af bestu framherjum heims,“ sagði Sjögren.

Ada Hegerberg skoraði á sínum tíma 38 mörk í 66 landsleikjum en hún var bara 22 ára þegar hún spilaði sinn síðasta landsleik.

Ada hefur spilað með Lyon frá árinu 2014 og hefur skorað 232 mörk í 201 leik í öllum keppnum með franska liðinu þar af 12 mörk í 17 leikjum á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×