Innlent

2.692 greindust smitaðir í gær

Samúel Karl Ólason skrifar
Covid test tekin á Suðurlandsbraut
Covid test tekin á Suðurlandsbraut Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

2.692 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. 141 greindist á landamærunum. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við fréttastofu.

Í fyrradag greindust 2.317 smitaðir af kórónuveirunni og þar hundrað þúsund manna múrinn rofinn. Það er að segja að fjöldi þeirra sem vitað er að hafi smitast af Covid-19 fór yfir hundrað þúsund.

Líkur hafa þó verið leiddar að því að raunverulegur fjöldi þeirra sem hafi smitast sé nær tvö hundruð þúsund.

Í gær voru 11.880 í einangrun með virkt smit. Starfsmenn Landspítala í einangrun hafa aldrei verið fleiri en Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, sagði fyrr í dag að mögulega þyrfti að kalla einkennalaust starfsfólk til vinnu bráðlega.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×