Innlent

Vilja að fyrir­tæki sem greiddu sér út arð endur­greiði ríkinu styrki

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Ragnar Þór situr í miðstjórn Alþýðusambandsins.
Ragnar Þór situr í miðstjórn Alþýðusambandsins. vísir/vilhelm

Al­þýðu­sam­bandið telur víst að mörg fyrir­tæki hafi makað krókinn á ríkis­styrkjum og krefst þess að rann­sókn fari fram á því hvert ríkis­fjár­munir fóru í far­aldrinum. Eðli­legt sé að þau fyrir­tæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkis­styrki verði látin endur­greiða þá.

Al­þýðu­sam­bandið lagði á­herslu á það í far­aldrinum að ríkið myndi setja fyrir­tækjum ströng skil­yrði áður en þau gætu sótt sér styrki.

Slík skil­yrði voru sett fyrir hluta­bóta­leiðinni en sam­bandið gagn­rýnir nú mjög að það sama hafi ekki gilt um aðra styrki og stuðning til fyrir­tækja eins og til dæmis lokunar­styrki, tekju­falls­styrki og frestanir á opin­berum gjöldum.

Og nú vill verka­lýðs­hreyfingin að það verði kort­lagt ná­kvæm­lega hvaða fyrir­tæki nýttu sér styrkina og hversu mikið.

Fengu styrki og hækkuðu laun stjórnenda

„Ég tala nú ekki um í ljósi þess að nú er á­ætlað að fyrir­tæki muni greiða um tvö hundruð milljarða í arð­greiðslur og upp­kaup eigin bréfa núna á þessu ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR og annar vara­for­seti mið­stjórnar Al­þýðu­sam­bandsins.

Eðli­legast væri að ein­hver fyrir­tæki yrðu krafin um að endur­greiða ríkinu þá styrki sem þau nýttu sér.

„Ef það kemur í ljós að fyrir­tæki sem að eru ein­mitt að greiða sér út háar arð­greiðslur, setja upp ein­hver bónus­kerfi eða hækka laun stjórn­enda um marg­falt það sem þau telja vera eðli­legt að gerist á al­mennum vinnu­markaði að við getum gert þá kröfu að þessir styrkir verði þá bara endur­greiddir,“ segir Ragnar Þór.

Hann segir að afar ströng skil­yrði séu alltaf sett á alla að­stoð sem ein­staklingar geti sótt sér frá ríkinu, til dæmis at­vinnu­leysis­bætur, fjár­hags­að­stoð sveitar­fé­laganna og sér­tæk úr­ræði í far­aldrinum eins og frystingu lána.

„Og við erum bara að krefjast þess að það sama gangi yfir alla. Og þetta þarf að vera uppi á borðum. Það er nauð­syn­legt að fólk al­mennt, bara al­menningur í landinu, sé með það alveg á hreinu hvert þessir styrkir fóru upp á krónu og hvaða fyrir­tæki fengu þessa styrki og hversu mikið,“ segir Ragnar Þór.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×