Innlent

Svona hefur ómíkron herjað á starfsfólk Landspítala

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá bráðamóttökunni í Fossvogi, þar sem 59 starfsmenn hafa smitast frá 15. desember til 16. febrúar.
Frá bráðamóttökunni í Fossvogi, þar sem 59 starfsmenn hafa smitast frá 15. desember til 16. febrúar. Vísir/vilhelm

Rúmlega tuttugu prósent starfsmanna hafa smitast af kórónuveirunni síðustu tvo mánuði. Þegar litið er á skiptingu eftir starfsstéttum og deildum hafa flest smitanna komið upp meðal hjúkrunarfræðinga og á bráðamóttöku.

342 starfsmenn Landspítala voru í einangrun í gær og eru 409 í dag. Þeir hafa þar með aldrei verið fleiri. Af um sex þúsund starfsmönnum spítalans hafa 1.436 smitast síðustu tvo mánuði, þ.e. frá 15. desember til 16. febrúar.

En hvaða starfsmenn hafa aðallega verið að smitast undanfarnar vikur? Þegar smittölur eru skoðaðar eftir starfsstéttum sést að flestir hinna smituðu, 323, eru í hópi hjúkrunarfræðinga - sem ef til vill ætti ekki að koma á óvart miðað við fjölda hjúkrunarfræðinga sem vinnur á spítalanum. 

Topp 10 starfsheiti:

Hjúkrunarfræðingur

323

Starfsmaður

146

Sjúkraliði

118

Sérhæfður starfsmaður

83

Sérfræðilæknir

77

Ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi

71

Hjúkrunarnemi

70

Skrifstofumaður

62

Sérnámslæknir

53

Ljósmóðir

43

Næstflestir eru einfaldlega „starfsmenn“, þ.e. skrifstofumenn og forritarar til dæmis, og þar á eftir koma sjúkraliðar. Sérfræðilæknar eru jafnframt í einu efstu sætanna. Lista yfir efstu tíu starfsstéttir spítalans má sjá hér fyrir ofan.

Topp 10 deildir:

Bráðamóttaka

59

Hjartadeild

43

Rannsóknakjarni

34

Framleiðslueldhús, matargerð

32

Fæðingarvakt

30

Öldrunardeild H

26

Kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild

25

Blóðlækningadeild

24

Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild

23

Móttökugeðdeild

23

Smitsjúkdómadeild

23

Þegar horft er á deildir má sjá að bráðamóttakan efst - þar hafa 59 starfsmenn smitast. Þar á eftir kemur hjartadeild, þvínæst rannsóknakjarni, svo framleiðslueldhús og matargerð. Listann yfir tíu efstu deildirnar má nálgast hér fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×