Innlent

Bílar í basli á Reykjanesbraut hvar aðstæður eru erfiðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þennan bíl þurfti að draga af vettvangi í dag.
Þennan bíl þurfti að draga af vettvangi í dag. Lögreglan

Aðstæður á Reykjanesbraut hafa verið slæmar það sem af er degi og hafa nokkrar bifreiðar endað utan vegar vegna slæmrar færðar. Snjóruðningstæki eru á ferðinni að ryðja.

Lögreglan á Suðurnesjum biður ökumenn um að draga úr hraðanum og fara varlega.

Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, segir talsvert mikið slabb. Mikil bleyta sé í hjólförum og mjög mikill hliðarvindur sem geri bílstjórum erfitt um vik.


Tengdar fréttir

Gular viðvaranir í gildi fyrir stóran hluta landsins

Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gul viðvörun verið gefin út fyrir sunnan- og vestanvert landið, auk miðhálendisins. Á höfuðborgarsvæðinu gildir viðvörunin frá klukkan 15 í dag og fram á morgun en spáð er suðaustan hvassviðri, snjókomu og slyddu á köflum og talsverðum skafrenningi, einkum í efri byggðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×