Viðskipti erlent

Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað

Samúel Karl Ólason skrifar
Ár hvert er gífurlegt púður lagt í gerð auglýsinga fyrir Super Bowl.
Ár hvert er gífurlegt púður lagt í gerð auglýsinga fyrir Super Bowl.

Super Bowl var í gær og LA Rams urðu meistarar NFL-deildarinnar. Það er þó fyrir mörgum aukaatriði en auk þess að vera úrslitaleikurinn í NFL-deildinni er hann einnig mjög mikilvægur fyrirtækjum og auglýsingastofum.

Gífurlega mikill  metnaður er lagður í gerð auglýsinga sem fylgja leiknum og má það sama segja um fjármagn enda er í mörgum tilfellum ljóst að ekkert er sparað við framleiðslu auglýsinganna.

Til viðbótar við það kostar hver sekúnda í útsendingu Super Bowl gífurlega mikið.

Nokkrar auglýsingar hafa vakið sérstaka athygli. Þar má nefna auglýsingu Coinbase, sem var ekkert nema QR-kóði sem fór um skjáinn í heila mínútu. Chevy gerði stuttan Sopranos-þátt og Anna Kendrick seldi dúkkuhús. Auglýsing Amazon um hvernig lífið væri ef Alexa læsi hugsanir, með hjónunum Scarlett Johansen og Colin Jost, hefur líka vakið athygli.

Þá skellti Jim Carey sér aftur í hlutverk Cable Guy í auglýsingu Verizon og Mike Meyers og félagar tóku upp nýtt atriði Dr. Evil fyrir General Motors. Svona mætti lengi telja.

Hér að neðan má sjá allar helstu auglýsingar gærkvöldsins. Þar sem það er í boði er notast við lengri útgáfur auglýsinga en birtar voru í sjónvarpi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×