Innlent

Tveir handteknir fyrir stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. 
Nóg var um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag.  Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fyrr í dag tvo einstaklinga fyrir líkamsárás og frelsissviptingu. Þá voru tveir einstaklingar handteknir fyrir átök og einn fyrir hótanir. 

Lögreglumenn frá lögreglustöð eitt, sem sinna verkefnum í Vesturbæ, miðborginni, Hlíðurm, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi, handtóku mennina í dag en um var að ræða stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. 

Þolandi var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en RÚV greinir frá því að um sé að ræða íslenskan karlmann á þrítugsaldri.  Þá voru hinir handteknu sömuleiðis Íslendingar á þrítugsaldri. 

Við handtöku fannst einnig nokkuð magn af fíkniefnum að sögn lögreglu. Ekki er greint frekar frá málinu í tilkynningunni en samkvæmt frétt RÚV er einn enn í haldi vegna málsins. 

Útköll um átök og hótanir

Þá var einstaklingur handtekinn fyrir hótanir og vistaður í fangageymslu hjá lögreglustöð þrjú. Þar sem aðilinn var handtekinn fannst sömuleiðis þýfi og fíkniefni en málið er nú til rannsóknar. 

Hjá lögreglustöð tvö var tilkynnt um átök milli tveggja aðila en báðir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna málsins. Málið er nú til rannsóknar. 

Fyrr í dag var greint frá því að karlmaður hafi verið skotinn í miðbænum í nótt. Þrír eru í haldi grunaðir um að hafa skotið úr vélbyssu. 


Tengdar fréttir

Karl­maður skotinn í mið­bænum í nótt

Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×