Klinkið

Forstjóri Veritas fékk flest atkvæði í stjórnarkjöri Viðskiptaráðs

Ritstjórn Innherja skrifar
Þessir sex stjórnarmenn fengu flest atkvæði í stjórnarkjörinu. 
Þessir sex stjórnarmenn fengu flest atkvæði í stjórnarkjörinu. 

Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, fékk flest atkvæði, samkvæmt heimildum Innherja, í stjórnarkjöri Viðskiptaráðs Íslands. 

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í morgun og í aðdraganda fundarins fór fram kjör formanns og 37 stjórnarmanna ráðsins til ársins 2024. Ari Fenger var endurkjörinn formaður ráðsins.

Fast á hæla Hrundar kom Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og í næstu sætum á eftir komu þau Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, Þórólfur Jónsson, framkvæmdastjóri lögmannastofunnar LOGOS, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, stjórnandi hjá Marel.

Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×