Viðskipti innlent

Nesjavellir komnir á fullt eftir sprenginguna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nesjavellir -
Nesjavellir - Mynd/Emil Þór Sigurðsson/Orkuveita Reykjavíkur

Allar fjórar aflvélar Nesjavallavirkjunnar eru nú komnar í gang og farnar að framleiða rafmagn, eftir spreningu sem þar varð í síðustu viku.

Sprengingin varð í strengmúffu í einni vélanna og duttu þær allar út á tímabili. Skerða þurfti afhendingu rafmagns á meðan viðgerð stóð yfir.

Í tilkynningu frá Orku náttúrunnar segir að vinna við viðgerð hafi gengið framar vonum og fóru síðustu vélarnar af stað nú á laugardag, rúmum sólarhring á undan áætlun. Full framleiðslugeta sé því nú komin á, á ný.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×